föstudagur, september 29, 2006

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Ég vil óska ykkur öllum til hamingju með frábæra sýningu á Akranesi og þakka Ólöfu og Önnu Leif fyrir skemmtilegan gjörning! Þetta er vonandi bara byrjunin á því sem koma skal! Hvernig er það annars voru ekki einhver plön um að hafa fast stefnumót hópsins á einhverju kaffihúsi?
PS.Á einhver DV cameru eða eitthvað tæki sem ég gæti notað til að hlaða efni inná tölvu?

laugardagur, júní 10, 2006

Hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera en held ég sé að skrifa á síðuna, hehe, er greinilega ekki tölvunörd! Líst vel á þetta Anna Lind! Kveðja Agla

þriðjudagur, júní 06, 2006

Fundur hjá án titils grúp. Amokka, fös. 2. 6. 2006.

Mættir Anna Leif, Anna Lind, Gunni, Júlía, Sossa, Jeannette og Ólöf Dóm.
Allir hinir sem ætla að vera með eru Agla, Arna, María Hrönn, Klara, Krisjana, Guðný, Áslaug, Inga, Gummi og Björk. Anna María hefur ekki svarað tölvupósti svo ég held við búumst ekki við henni.

Titill á sýningu: Gunni með tillögum frá öllum sem vilja. (ég sting upp á “fyrri helmingurinn, eða fyrri hálfleikur eða eitthvað solleis.)
Plakat: Anna Lind
Boðskort: Anna Lind
Gestalisti: senda á Önnu Leif á leira@emax.is bæði rafræn og þau sem á að senda á gamla mátann. Ég sendi líka sem fjölpóst til sím.
Sýningaskrá: allir senda ca. 3 línur um sig og verkin sín á leira@emax.is og passamynd rafræna (4.5 x 5.5 cm)
Peningur: allir leggja 5.000.- inn á reikning í síðasta lagi fös. 9. júni. Júlía heldur utan um það. Peningar eru fyrir húsi, prentun og veitingum á opnun ofl.
Gestabækur: finna þær og halda utanum (hver vill?).
Blogg: Júlía
Opnun: verður þann 8. júlí (kl 15:oo til 18:00 ??)
Gjörningur: Anna Leif og Ólöf Dómhildur, kannski fleiri
Tónlistaratriði: Júlia
Veitingar: stingum upp á bjór (hann er frír í boði Egils) og eitthvað puttasnakk sem ekkert þarf að hafa fyrir. (hver vill?)
Húsið er til sýnis á vefnum www.listasetur.is kíkið á það, sérstaklega þið sem eruð að koma inn í hópinn núna. Rýmið saman stendur saman af ca. 6 rýmum, ekki stórum, þannig að það þurfa að vera ca. 3 í hverju rými.
Við erum 17 þannig að við þurfum að nýta pláss vel. Ef einhver vill vera með útiverk er það vel hægt. Við ætlum að skoða húsið saman á fimmtudaginn 8. jún, nánar í tölvupósti síðar.
Þá ætlum við að komast að því hvenær við getum hengt upp og hvað “má” gera í húsinu.
Vinna í fjárhúsunum að Leirá: hver sem vill innan hópsins getur komið helgina fyrir opnun og unnið að sinni list. Þetta er frá föstudegi 30 jún, til su 2. júl. Sameginlegt grill og tjaldstæði. Geim á laugardagskvöldi!

Fleiri hugmyndir: endilega komið með fleiri hugmyndir, hvað þarf að gera, hvað er skemmtilegt? Skoðið húsið annað hvort á staðnum eða á neti, síminn í Kirkjuhvoli er 431 4580 og sýningar eru opnar alla daga nema mán, frá 15 til 18.

mánudagur, júní 05, 2006


Til að setja inn Linka..
getið þið sennt linkana á bjorkviggos@gmail.com.

þá skal ég koma þeim vel fyrir..
kveðja Björk.

Jæja ! þá Leggjum við af stað í ferðalagið

sunnudagur, júní 04, 2006

Án titils grúp að vinna að síðustu sýningu